Hvernig Viðhöldum við Hvatningu hjá Börnum í Íþróttum – Án Þess að Auka Pressu
Hvatning er drifkraftur náms, þróunar og almennrar vellíðanar barna og ungmenna. Hún ræður miklu um þátttöku þeirra, getu til að vaxa og dafna bæði í íþróttum og lífinu. En af hverju missa sum börn áhugann á meðan önnur halda ótrauð áfram?
Sem foreldri hefur þú mikil áhrif á hvernig barnið þitt upplifir íþróttir – hvort það finni innri hvatningu og gleði eða upplifi utanaðkomandi pressu.
Hvað Drífur Börn Áfram í Íþróttum?
Hvatning snýst bæði um stefnu (hvað knýr barnið áfram) og styrkleika (hversu mikið það leggur á sig).
Gagnleg leið til að horfa á hvatningu er að ímynda sér vasaljós:
🔦 Stefna: Hvert lýsir vasaljósið? Hvað er barnið að einbeita sér að? (Persónulegri þróun, félagsskap, keppni?)
💡 Styrkur: Hversu sterkt er ljósið? Minnkar eða flöktir ljósið? (Gefur til kynna sveiflur í hvatningu.)
🎯 Sjálfbærni: Hvaða verkfæri eða „takka“ getur barnið notað til að viðhalda stöðugri hvatningu?
Tveir Helstu Þættir Sem Viðhalda Hvatningu
Rannsóknir í íþróttasálfræði sýna að hvatning eykst þegar tvö lykilhugtök eru höfð í huga:
1️⃣ Achievement Goal Theory – AGT
Þegar barn tekur þátt í íþróttum getur hvatning þess fallið undir fjóra mismunandi flokka:
✅ Leikni – Barnið einbeitir sér að eigin framförum og þróun.
✅ Uppbyggileg afreksstefna – Barnið vill bæta sig og nota samkeppni sem hvatningu til að leggja meira á sig.
🚫 Hamlandi afreksstefna – Barnið einbeitir sér eingöngu að sigri og forðast áskoranir af ótta við mistök.
🤝 Félagsleg afstaða – Hvatning stafar af samskiptum við liðsfélaga eða jafningja.
Rannsóknir sýna að börn sem eru leiknimiðuð (mastery-oriented) hafa meira sjálfstraust og meiri ánægju af íþróttum til langs tíma. Foreldrar geta stuðlað að þessu með því að leggja áherslu á nám og framfarir frekar en eingöngu niðurstöður.
👉 Í stað þess að spyrja: „Vannstu/hvað skoraðiru mikið?“
👉 Spurðu frekar: „Hvað lærðir þú í dag?“
2️⃣ Sjálfræðiskenningin um Hvatningu (Self-Determination Theory – SDT)
Börn blómstra þegar þrjár grunnþarfir þeirra eru uppfylltar:
1️⃣ Sjálfræði (Autonomy) – Að hafa stjórn á eigin vegferð.
2️⃣ Hæfni (Competence) – Að upplifa framfarir og bæta sig.
3️⃣ Tengsl (Relatedness) – Að finna fyrir stuðningi og tilheyra hópnum.
Þegar þessum þörfum er mætt eru börn áhugasamari, upplifa vellíðan og sýna meiri dugnað í íþróttum.
Hvernig Getur Þú Sem Foreldri Stutt Við Hvatningu Barnsins?
🎯 Efla sjálfræði
✅ Leyfðu barninu þínu að taka ákvarðanir sem hæfir aldri, t.d. að velja sér markmið.
✅ Forðastu of mikla stjórn - Leyfðu barninu að hafa frumkvæði að eigin athöfnum
✅ Sýndu stuðning óháð árangri – það byggir upp traust og sjálfstraust.
💪 Byggja upp hæfni
✅ Setjið bæði smá og stór markmið saman (ferils- og frammistöðumarkmið).
✅ Hrós fyrir dugnað og þrautseigju – ekki bara niðurstöðu.
✅ Veitið tækifæri til náms og persónulegs þroska í og utan íþrótta.
🤝 Stuðla að tengslum
✅ Gefðu barninu tíma með liðsfélögum og vinum – styrkir félagslega hvatningu.
✅ Leggðu áherslu á þátttöku og virðingu innan liðsins.
✅ Stuðlaðu að opnum samskiptum innan fjölskyldunnar um íþróttir.
Gerirðu Óvart Eitthvað Sem Dregur Úr Hvatningu Barnsins?
Margir foreldrar auka ómeðvitað pressu sem getur haft neikvæð áhrif á áhuga barnsins. Hér eru dæmi um hvað á að forðast og hvað má gera í staðinn:
🚫 Að leggja of mikla áherslu á sigur → Leggðu áherslu á þróun og framfarir
🚫 Að krefjast sífellt meiri æfinga → Leyfðu barninu að stjórna eigin hvatningu
🚫 Að láta árangur barnsins ráða því hvort þú sért stolt/ur af því eða ekki → Haltu einbeitingunni á skemmtun og vellíðan
Foreldrahandbókin er á leiðinni!
Þessi grein er “sneak peek” af einni af þeim lykilspurningum sem ég svara í nýrri Foreldrahandbók í íþróttum, sem kemur út bráðum.
📢 Mig langar að halda kynningu fyrir foreldra um alla kaflana í bókinni – allir sem mæta fá ókeypis eintak!
📩 Viltu fá frekari upplýsingar?